Skráðu þig

Hjólreiðafélagið Tindur var stofnað í Febrúar 2011. Meginmarkmið er að efla hjólreiðar sem keppnisíþrótt og stuðla að aukinni uppbyggingu félagsins. Félagið skal leitast til að ná settum markmiðum með því að halda úti öflugu æfingastarfi og  hjólreiðakeppnum. Tindur er löglegt íþróttafélag undir ÍSÍ - allir eru velkomnir í félagið og eru æfingarnar opna öllum.

Æfingar eru eftirfarandi: Mánud. kl 18:30, Miðvikud. kl 20:00 og Sunnud. kl 10:00, alltaf frá N1 Fossvogi.

 

 

Barna­ og unglingastarf Tinds 2016­2017

20.09
2026
16:00

Haldinn var kynningarfundur á unglingastarfi Tinds miðvikudaginn 14.september 2016. Það var gaman að sjá áhugasama krakka, unglinga og foreldra. Hópurinn mun hefja göngu sína þriðjudaginn 20.september 2016 samkvæmt eftirfarandi skipulagi: 


Lesa meira


Frábær árangur Tinds í Shimano götuhjólamótinu sem fram fór í Reykjanesbæ í dag.

20.05
2017
15:00

Frábær árangur Tinds í Shimano götuhjólamótinu sem fram fór í Reykjanesbæ í dag.

TOUR OF REYKJAVÍK

20.07
2016
15:08

TOUR OF REYKJAVÍK

TOUR OF REYKJAVÍK


Lesa meira


Tindur og Vörður tryggingar skrifa undir samstarfssamning

13.05
2015
11:05

Tindur og Vörður tryggingar skrifa undir samstarfssamning

Vörður tryggingar og Tindur hjólreiðafélag hafa skrifað undir samstarfssamning og verður Vörður aðalstyrktaraðili hjólreiðafélagsins næstu þrjú árin. Markmiðið er að stuðla að bættri hjólreiðamenningu á Íslandi og að efla hjólreiðar sem keppnisíþrótt. Merki Varðar mun prýða hjólreiðafatnað félagsmanna Tinds sem notaður verður til æfinga og í keppnum á samningstímabilinu.


Lesa meira


Krí Cycles Epic fjallahjólamót í Öskuhlíð

8.05
2015
10:05

Krí Cycles Epic fjallahjólamót í Öskuhlíð

Frábært mót í Epic Öskjuhlíð í kvöld. Tinds strákar halda sínu stríki og tóku 4 efstu sætin! Ingvar var fyrstur, Bjarki nr 2, Óskar nr 3 og Emil nr 4.
Hjá stelpunum var Björk önnur á eftir Maríu Ögn og Katrín rústaði B flokknum. Gústaf hélt sínu striki og stakk af í sínum flokki.


Lesa meira


Tindur tók fyrstu þrjú sætin í karlaflokki.

2.05
2015
23:52

Tindur tók fyrstu þrjú sætin í karlaflokki.

Fyrsta bikarmót sumarinsí fjallahjólreiðum fór fram við Rauðavatn á fimmtudaginn. Keppt var í 6,7 km braut þar sem karlaflokkur hjólaði 3 hringi og konur og unglingar hjóluðu 2 hringi


Lesa meira


Hjólreiðasamband Íslands setur eftirfarandi reglugerð um félagaskipti:

9.04
2015
13:30

 

 

Hafir þú áhuga á að skipta um félag sendir þú tölvupóst á tindurcycling@gmail.com, með nafni og kt.  Innan tveggja vikna er send staðfesting á félagaskiptum.  Takið tillit til þessa fyrirvara ef skipta á um félag fyrir keppnistímabil.


Lesa meira


Kría Crossbollinn 4.umferð

24.03
2015
18:25

Kría Crossbollinn 4.umferð

Fjórða umferð Kríu Crossbollans fór fram í Laugardal í laugardaginn 21.mars þar sem aðstæður til keppni í Cyclocross voru í klassískum Norður-Evrópskum stíl.


Lesa meira


Aðalkvöld Tinds - Aðalfundur og lokahóf

5.10
2014
23:34

Aðalkvöld Tinds - Aðalfundur og lokahóf

Kæri félagi.

 

Þá er komið að því, þann 18.október næstkomandi mun Tindur halda uppskeruhátið og aðalfund eftir besta ár félagsins til þessa.


Lesa meira


Íslandsmeistaramótið í götuhjólreiðum - 3. bikar

6.08
2014
01:43

Íslandsmeistaramótið í götuhjólreiðum - 3. bikar

Hjólreiðasamband Íslands (HRÍ) heldur Íslandsmeistaramótið í götuhjólreiðum sunnudaginn 10. ágúst kl. 10.


Lesa meira