Skráðu þig

Hjólreiðafélagið Tindur var stofnað í Febrúar 2011. Meginmarkmið er að efla hjólreiðar sem keppnisíþrótt og stuðla að aukinni uppbyggingu félagsins. Félagið skal leitast til að ná settum markmiðum með því að halda úti öflugu æfingastarfi og  hjólreiðakeppnum. Tindur er löglegt íþróttafélag undir ÍSÍ - allir eru velkomnir í félagið og eru æfingarnar opna öllum.

Æfingar eru eftirfarandi: Mánud. kl 18:30, Miðvikud. kl 20:00 og Sunnud. kl 10:00, alltaf frá N1 Fossvogi.

 

 

Ingvar og María sigruðu fyrstu fjallahjólakeppni sumarsins

6.05
2014
00:00

Ingvar og María sigruðu fyrstu fjallahjólakeppni sumarsins

María Ögn Guðmundsdóttir (Tindi) og Ingvar Ómarsson (Tindi) urðu sigurvegarar í fyrstu fjallahjólakeppni ársins sem Hjólreiðafélag Reykjavíkur hélt miðvikudaginn 30.apríl. Markið og HFR héldu fyrstu fjallahjólakeppni sumarsins við Rauðavatn í lok apríl. Keppt var í tveimur flokkum, keppnisflokki og byrjendaflokki. Karlaflokkur A hjólaði 4 hringi í brautinni, kvennaflokkur A hjólaði 3 hringi og B flokkar hjóluðu 2 hringi. Brautin var skemmtileg, hröð og með þó nokkru klifri á köflum.


Lesa meira


Ingvar og María sigurvegarar Shimano Reykjanesmótsins

1.05
2014
00:00

Ingvar og María sigurvegarar Shimano Reykjanesmótsins

Ingvar Ómarsson hjólreiðamaður og María Ögn Guðmundsdóttir hjólreiðakona urðu sigurvegarar í fyrstu götuhjólreiðakeppni ársins í Reykjanesmótinu nú síðastliðinn sunnudag. Reykjanesmótið í götuhjólreiðum er fyrsta keppni ársins í götuhjólreiðum. Keppt var í tveimur flokkum, keppnisflokki 64 km og byrjendaflokki 32 km. Ræst var frá Sandgerði kl 10 og hjólað í átt að Reykjanesvirkjun. Veðrið var ágætis vorveður, sól og mikill vindur. Keppendur fengu meðvind í byrjun brautar en eftir að snúið var við hjá Reykjanesvirkjun tók við mikill mótvindur alla leið í mark.

 

 

 


Lesa meira


Gran Fondo 3 áskorunin á Strava

6.04
2014
01:02

Gran Fondo 3 áskorunin á Strava

Í mars síðastliðnum setti Strava af stað áskorunina Gran Fondo 3 um að hjóla 100 mílur (160,9 km). Það er því ánægjulegt að alls tókst  9 Íslendingum að klára áskorunina og 6 þeirra eru meðlimir í Tindi. Þeir Tinds menn sem kláruðu voru hetjurnar Siggi Marteinsson, Bjarki Rúnarsson, Haukur Magnússon, Róbert Lee Tómasson, Georg Vilhálmsson og Óskar Ómarsson. Að auki kláruðu einnig Viðar Þorsteinsson, Haraldur Guðjónsson og Pétur Einarsson. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn og hvetjum enn fleiri til að taka þátt í þessum skemmtilegu áskorunum á Strava. Nú í apríl er áskorunin Gran Fondo 4 og þar ætla þáttakendur að hjóla 130 km í einni ferð. Góða ferð!


Lesa meira


Ingvar og Þóra Katrín sigurvegarar Crossbollans 2014

6.04
2014
01:01

Ingvar og Þóra Katrín sigurvegarar Crossbollans 2014

Um helgina fór fram 6.umferð Crossbollans og þar sigruðu Þóra Katrín Gunnarsdóttir í kvennaflokki og Ingvar Ómarsson í karlaflokki. Þar með lauk Crossbollanum 2014 og þau Ingvar og Þóra voru stigahæst eftir sex umferðir og því einnig sigurvegarar í bikarkeppni Crossbollans 2014.


Lesa meira


Lokaumferð Crossbollans

28.03
2014
12:35

Lokaumferð Crossbollans

Mikil stemning er fyrir lokaumferð Crossbollans sem haldin verður á morgun laugardaginn 28.mars kl 11. Veglegir vinningar eru í boði fyrir sigurvegara mótaraðarinnar í karla- og kvennaflokki, Bootcamp mun gefa sigurvegurum gjafabréf með 4.vikna námskeiði að eigin vali og einnig mun Hreysti gefa vinninga í 1., 2. og 3.sæti í hvorum flokk.


Lesa meira


Ingvar og Þorgerður sigurvegarar 5. umferð Crossbollans

10.03
2014
19:09

Ingvar og Þorgerður sigurvegarar 5. umferð Crossbollans

Þorgerður Pálsdóttir sigraði kvennaflokk með miklum yfirburðum og Ingvar Ómarsson sigraði karlaflokk eftir mikla baráttu við Benedikt Jónsson.


Lesa meira


Næstu umferð Crossbollans frestað

7.01
2014
20:19

Næstu umferð Crossbollans frestað

Ákveðið hefur verið að fresta 4.umferð Crossbollans sem átti að fara fram þann 11. janúar. Einnig verður 6.umferð Crossbollans sem átti að fara fram þann 12. apríl færð til.


Lesa meira


Crossbollinn 3.umferð

13.12
2013
17:02

Crossbollinn 3.umferð

3.umferð í Crossbollanum fer fram á morgun, Laugardaginn 14. Desember.

Dagskrá:

10:00 - Skráning og rásgagna afhending opnar. (Í andyri Valsheimilisins)
10:30 - Skráning og rásgagna afhending lokar.
10:55 - Allir keppendur eiga að vera mættir á ráslínu.
11:00 - Ræsing
12:15 - Úrslit tilkynnt í Kvenna-, Karla-, U19 Kvenna- og U19 Karlaflokk. (Í andyri Valsheimilisins)

Boðið verður uppá piparkökur og jólaöl með verðlaunaafhendingunni.

Frekari upplýsingar í "Lesa meira"


Lesa meira


Helgar Æfingar

5.12
2013
17:51

Helgar Æfingar

Mánudags og Miðvikudags æfingarnar eru nú komnar á gott flug og stór og fínn hópur að myndast, sönnun þess eru þessar sextán hetjur sem mættu á æfingu í gær, miðvikudag, í 10-14stiga frosti.

Þar sem mikill áhugi er fyrir þessum æfingum höfum við ákveðið að bæta við öðrum æfingatíma um helgar.


Lesa meira


Aðalfundur Hjólreiðanefndar ÍSÍ 2013

17.11
2013
21:51

Aðalfundur Hjólreiðanefndar ÍSÍ 2013

Aðalfundur Hjólreiðanendar ÍSÍ var haldinn nú á dögunum. Margt áhugavert kom fram á fundinum og viljum við benda á þessa grein á hjolamot.is þar farið er yfir efni fundarins.


Lesa meira