Skráðu þig

5.bikar í fjallabruni

29.08
2011
05:16

5.bikar í fjallabruni

Þá er komið að fimmt og jafnframt síðasta bikarmóti sumarsins. 
Mótið er að þessu sinni haldið á besta hjóla svæði okkar Íslendinga, Skálafelli.
Þetta er bikarmót og telur því til stiga í bikarmeistaranum en nú er keppni orðinn ansi hörð á milli manna. 
Að keppni lokinni verða svo bikarmeistara sumarsins krýndir með tilheyrandi húllumhæ.

Mótið fer fram á sunnudeginum 28.8 og hefst stundvíslega kl 14:00.
Eins og komið hefur fram var ákveðið að færa mótið yfir á sunnudag svo að keppendur 
hefðu meiri tíma til að æfa sig.

Lyfturnar verða opnar sem hér segir:
Fimmtudag 25.08 frá 18:00 til 21:00
Laugardag 27.08 frá 12:00 til 16:00
Sunnudag 28.08 frá 12:00 til 16:00

Keppnisgjald er 1.500 eins og í allt sumar en takið eftir!! 
Innifalið í þessum 1.500 krónum er dagspassi í lyfturnar!
Hvetjum við alla til að nýta sér þetta og skrá sig til leiks!!!


Hvetjum alla til að skrá sig sem fyrst og millifæra!


-------------------------------------

Skylduhlífðarbúnaður keppenda er lokaður hjálmur, hnéhlífar, legghlífar, olnbogahlífar og brynja.
Að sjálfsögðu verður hjólið að vera í toppstandi.

Það verða þrír flokkar eins og venjulega.

Opinn flokkur:
Þessi flokkur er fyrir alla keppendur.

Yngri flokkur:
Allir sem eru 17 ára eða yngri keppa í þessum flokk.

Hardtail flokkur:
Þessi flokkur er nýr, að fordæmi HFR. Þessi flokkur er fyrir alla sem hafa áhuga á downhill, en hafa ekki endilega fulldempuð hjól. Flokkurinn er aðeins fyrir keppendur á hjólum sem hafa aðeins framdempara.

Sjáumst hress í Skálafelli á sunnudaginn 28.08´11

Ingvar Ómarsson