Skráðu þig

Aðalfundur Hjólreiðanefndar ÍSÍ 2013

17.11
2013
21:51

Aðalfundur Hjólreiðanefndar ÍSÍ 2013

Aðalfundur Hjólreiðanendar ÍSÍ var haldinn nú á dögunum. Margt áhugavert kom fram á fundinum og viljum við benda á þessa grein á hjolamot.is þar farið er yfir efni fundarins.

Á fundinum voru svo tilkynnt úrslit úr vali á Hjólreiðafólki ársins 2013 og voru það Hafsteinn Ægir Geirsson og María Ögn Guðmundsdóttir sem hjóla bæði fyrir Tind.

Efnilegasta hjólreiðafólk landsins fékk einnig viðurkenningu og voru það þau Emil Tumi Víglundsson og Kristín Edda Sveinsdóttir sem fengu heiðurinn í ár, þau hjóla bæði fyrir Hjólreiðafélag Reykjavíkur og það má svo sannarlega segja að þau eiga þessar viðurkenningar skilið.

Einnig voru tilkynnt úrslit úr bikarmótaröðum sumarsins og er sem hér segir:

Konur:
Götuhjól - María Ögn Guðmundsdóttir
Tímaþraut - Birna Björnsdóttir
Fjallahjól - María Ögn Guðmundsdóttir

Karlar
Götuhjól - Hafsteinn Ægir Geirsson
Tímaþraut - Hákon Hrafn Sigurðsson
Fjallahjól - Ingvar Ómarsson

Óskum þeim öllu innilega til hamingju með árangurinn.

Óskar Ómarsson
Síðast breytt þann 17. nóvember 2013 kl: 21:57 af Óskar Ómarsson