Skráðu þig

Æfingar veturinn 2013-2014

7.10
2013
22:50

Æfingar veturinn 2013-2014

Æfingar eru hafnar aftur eftir frí yfir sumartímann. Við gerðum nokkrar breytingar sem gerir æfingarnar vonandi aðgengilegri fyrir sem flesta.

Nýjir tímar, hjólum núna á mánudögum kl 18:30 og miðvikudögum kl 20:00. Ásamt Coffee Run frá KEX Hostel á föstudögum kl 07:00.

Æfingar hefast alltaf á N1 í Fossvogi, að undanskildu Coffee Run, við hjólum svo austur Fossvoginn og framhjá Bootcamp við Rafstöðvarveginn, upp Rafstöðvarveginn og að brúnni við Árbæjarlaug í Elliðaárdalnum. Sjá kort

Gríðarlega góð mæting hefur verið núna á fyrstu skiptum en hver æfing á sinn umsjónar aðila sem á mánudögum er Ingvar, Emil tekur að sér miðvikudaga. Þeir eru ábyrgir fyrr því að það sé annað hvort þeir sjálfir eða einhver í þeirra stað á hverri æfingu.

Hver æfing verður tilkynnt sérstaklega inná félagaspjallinu okkar eða með facebook viðburðum.

Eins og ávalt þá eru allir velkomnir að kíkja á æfingu til okkar og prófa að rúlla með og sjá hvernig mönnum líkar.

Vonumst til að sjá sem flest og við viljum endilega fá að heyra frá ykkur sem mætið hvað mætti gera betur.

 

Óskar Ómarsson
Síðast breytt þann 11. október 2013 kl: 01:52 af Óskar Ómarsson