Skráðu þig

Fjallabrun í Vífilstaðahlíð

30.11
-1
00:00

Nú er fyrsta mótið í fjallabruni laugardaginn 6.júlí kl 14:00. Þetta mót fer fram í Vífilstaðahlíð sem er án efa mest hjólaða fjallabrunsbrautin á landinu. Búið er að laga brautina aðeins fyrir sumarið og er hún í góðu standi.

Um er að ræða eitt stakt mót, það er að mótið er ekki partur af mótaröð.

Keppnisgjald er eins og áður 1.500 krónur, en aðeins í netskráningu. Þeir sem skrá sig á mótsdag verða að borga 2.500 krónur. Netskráning er opinn á www.hjolamot.is

en henni lýkur 4. júlí kl 23:00

Keppendur verða að vera mættir og búnir að staðfesta þátttöku sína fyrir klukkan 13:00 á keppnisdag.

Tveir flokkar eru í boði, eldri flokkur og yngri flokkur:

Eldri flokkur:
Þessi flokkur er fyrir keppendur 18 ára (fæddir 1995) eða eldri.

Yngri flokkur:

Allir sem eru 17 ára (fæddir 1996) eða yngri keppa í þessum flokk.

Lágmarks öryggisbúnaður keppanda er eftirfarandi:

Lokaður hjálmur, hnéhlífar, olnbogahlífar og brynja.

Að sjálfsögðu verður hjólið að vera í toppstandi.

Sé keppandi ekki með þessi öryggisatriði í lagi getur honum verið meinuð þátttaka. 

Um morguninn hafa keppendur tíma til að æfa sig í brautinni, en mótið hefst stundvíslega kl 14:00.

Allir keppendur fá tíma á tvær ferðir en aðeins betri tíminn gildir til úrslita.