Skráðu þig

Frábær árangur Tinds í Shimano götuhjólamótinu sem fram fór í Reykjanesbæ í dag.

20.05
2017
15:00

Frábær árangur Tinds í Shimano götuhjólamótinu sem fram fór í Reykjanesbæ í dag.

.

Hressandi rok lét keppendur ýmist fjúka áfram eða hafa töluvert fyrir því að komast áfram og var gaman að sjá hvað samvinna í mótvindinum skilaði miklu.

Í A flokki karla sigraði Ingvar nokkuð örugglega og greinilegt að æfingar vetrarins eru að skila sér vel hjá honum. Hörku keppni var um annað sætið sem endaði í endasprett milli Óskars, Davíðs, Bjarna og Hákons þar sem Óskar hafði sigur og náði öðru sætinu. Davíð varð þriðji, Bjarni fjórði og Hákon fimmti.

Í A flokki kvenna var hraðinn keyrður vel upp í upphafi og voru Björk, Kristrún Lilja, María Ögn, Kolbrún Dröfn og Sarah saman í fyrsta hóp þar til rétt eftir snúningspunkt að Kolbrún Dröfn datt úr hópnum. Björk, Kristrún Lilja, María Ögn og Sarah unnu þá saman í mótvindinum allt þar til um 6 km voru eftir af keppninni að Kristrún Lilja og Sarah rákust hvor í aðra sem varð til þess að bæði Sarah og Björk detta. Við þetta nær María Ögn að slíta sig frá hópnum og hjóla fyrst í mark, Björk kom önnur, Kristrún Lilja þriðja og Sarah fjórða. 

Í B flokki voru margir frá Tindi að fara í sína fyrstu keppni og virkilega glæsilegur árangur hjá öllum þar. Ágústa Edda gerði sér lítið fyrir og sigraði B flokk kvenna. 

Virkilega glæsilegur árangur og ljóst að það er spennandi sumar framundan. 

Lilja Birgisdóttir
Síðast breytt þann 17. maí 2015 kl: 16:31 af Lilja Birgisdóttir