Skráðu þig

Framkvæmdanefnd Tinds

5.10
2013
12:58

Framkvæmdanefnd Tinds

Framkvæmdanefnd Tinds var stofnuð formlega á aðalfundi Tinds 30. september síðastliðinni. Megin hlutverk nefndarinn verður að útfæra keppnir á vegum Tinds.

Bragi Freyr Gunnarsson fer fyrir nefndinni sem formaður hennar og með honum verða þeir Georg Vilhjálmsson, Lárus Hermannsson, Steini Sævar Sævarsson og Torfi Kristbergsson.

Markmiðið er að keppendur og áhorfendur sem mæta á keppnir á vegum Tinds upplifi að viðburðurinn sé vel skipulagður og að það sé valin maður í hverju rúmi. Verkefni nefndarinnar verða meðal annars:

  • Brautalagning
  • Merkingar
  • Tímataka
  • Deila út númerum
  • Tilfallandi verk við mótshald
  • Halda utanum sjálfboðaliða
Óskar Ómarsson
Síðast breytt þann 5. október 2013 kl: 13:27 af Óskar Ómarsson