Skráðu þig

Helgar Æfingar

5.12
2013
17:51

Helgar Æfingar

Mánudags og Miðvikudags æfingarnar eru nú komnar á gott flug og stór og fínn hópur að myndast, sönnun þess eru þessar sextán hetjur sem mættu á æfingu í gær, miðvikudag, í 10-14stiga frosti.

Þar sem mikill áhugi er fyrir þessum æfingum höfum við ákveðið að bæta við öðrum æfingatíma um helgar.

Æfingartímar verða þá eftirfarandi:

  • Mánudagar kl 18:30
  • Miðvikudagar kl 20:00
  • Sunnudagar kl 10:00

Eins og áður þá hittumst við á N1 í Fossvoginum, fínt að ná sér í einn banana eða kaffi þar á meðan hinkrað er, byrjum svo æfinguna á að hjóla upp Fossvoginn, framhjá Bootcamp í Elliðaárdalnum, upp Elliðaárdalinn að gömlu brúnni. (sjá nánar hér)

Endilega kíkið á æfingu með okkur ef ykkur langar að prófa, allir velkomnir!

Óskar Ómarsson
Síðast breytt þann 5. desember 2013 kl: 22:49 af Óskar Ómarsson