Skráðu þig

Hjólreiðasamband Íslands setur eftirfarandi reglugerð um félagaskipti:

9.04
2015
13:30

 

 

Hafir þú áhuga á að skipta um félag sendir þú tölvupóst á tindurcycling@gmail.com, með nafni og kt.  Innan tveggja vikna er send staðfesting á félagaskiptum.  Takið tillit til þessa fyrirvara ef skipta á um félag fyrir keppnistímabil.

 

Lög Hjólreiðasambands Íslands

1. gr

Óheimilt er að keppa fyrir fleiri en eitt hjólreiðafélag á sama keppnistímabili. Árið skiptist upp í tvö keppnistímabil, vetrartímabil frá 1. október til 31. mars og sumartímabil frá 1. apríl til 30. september.

 

2. gr.

Félagsmaður sem hyggst skipta um félag skal senda skriflega tilkynningu þess efnis til síns fyrra félags. Það félag skal innan tveggja vikna staðfesta skriflega að viðkomandi félagsmaður hafi engar skuldbindingar við sitt fyrra félag og öðlast þá viðkomandi félagsmaður þá þegar keppnisheimild með sínu nýja félagi.

 

3. gr.

Hafi félagsmaður einhverjar skuldbindingar við sitt fyrra félag, s.s. ógreidd æfinga eða félagsgjöld er því félagi heimilt að hafna félagaskiptunum.

 

4. gr.

Stjórn HRÍ er úrskurðaaðili í deilum sem upp koma varðandi félagaskipti. Úrskurði geta aðilar áfrýjað til dómstóls ÍSÍ. Að öðru leyti en að framan greinir vísast til almennra reglna ÍSÍ um móta og keppendareglur sem í gildi eru á hverjum tíma.

 

5. gr.

Reglugerð þessi tekur gildi nú þegar.

 

Þannig samþykkt á stjórnarfundi HRÍ í Reykjavík 11. nóvember 2014

Svanhildur Sigurdardottir
Síðast breytt þann 9. apríl 2015 kl: 13:30 af Svanhildur Sigurdardottir