Skráðu þig

Ingvar og Þóra Katrín sigurvegarar Crossbollans 2014

6.04
2014
01:01

Ingvar og Þóra Katrín sigurvegarar Crossbollans 2014

Um helgina fór fram 6.umferð Crossbollans og þar sigruðu Þóra Katrín Gunnarsdóttir í kvennaflokki og Ingvar Ómarsson í karlaflokki. Þar með lauk Crossbollanum 2014 og þau Ingvar og Þóra voru stigahæst eftir sex umferðir og því einnig sigurvegarar í bikarkeppni Crossbollans 2014.

Brautin leit vel út fyrir keppni og höfðu keppnishaldarar barist við ísinn síðustu daga sem gerðu brautina vel færa og skemmtilega. Veðrið lék við keppendur og keppnin fór hratt af stað. Ingvar tók fljótt forystuna og hélt henni út keppnina. Keppnin um annað sætið var framan af hörð á milli Óskars Ómarssonar og Sigurðar Hansen en náði Óskar að slíta sig frá honum eftir fyrstu tvo hringina. Óskar hélt öðru sætinu út keppnina og Sigurður tók þriðja sætið. Í kvennaflokki var mikil barátta um toppsætið og var Þóra fremst en fékk harða keppni frá Margréti Pálsdóttur sem sótti hart að henni allan tímann. Næst á eftir Margréti var síðan Corrina Hoffmann sem landaði þriðja sætinu.

 

Eftir þessa lokaumferð Crossbollans voru heildarúrslitin þannig í kvennaflokki var Þóra Katrín í fyrsta sæti með 164 stig, Corinna í öðru með 112 stig og Þorgerður Pálsdóttir í því þriðja með 100 stig. Í karlaflokki leiddi Ingvar í fyrsta sæti með 201 stig, Benedikt Jónsson í öðru sæti með 174 stig og Óskar Ómarsson í þriðja sæti með 170 stig.


Sigurvegarar_kvennaflokkur_Crossbollinn.jpg

Hér sjáum við sigurvegara í kvennaflokki Crossbollans, frá hægri Corinna Hoffmann í 2.sæti, Þóra Katrín Gunnarsdóttir í 1.sæti og Þorgerður Pálsdóttir í 3.sæti.


sigurvegarar_karlaflokkur_crossbollinn.jpg

Sigurvegarar í karlaflokki Crossbollans eru hér frá hægri Benedikt Jónsson í 2.sæti, Ingvar Ómarsson 1.sæti og Óskar Ómarsson í 3.sæti.

 

Hreysti og Bootcamp voru styrktaraðilar Crossbollans 2014 og veittu keppendum verðlaun.

 

Ljósmyndir eftir Þórir Benedikt

Óskar Ómarsson
Síðast breytt þann 6. apríl 2014 kl: 08:42 af Óskar Ómarsson