Skráðu þig

Krí Cycles Epic fjallahjólamót í Öskuhlíð

8.05
2015
10:05

Krí Cycles Epic fjallahjólamót í Öskuhlíð

Frábært mót í Epic Öskjuhlíð í kvöld. Tinds strákar halda sínu stríki og tóku 4 efstu sætin! Ingvar var fyrstur, Bjarki nr 2, Óskar nr 3 og Emil nr 4.
Hjá stelpunum var Björk önnur á eftir Maríu Ögn og Katrín rústaði B flokknum. Gústaf hélt sínu striki og stakk af í sínum flokki.

 

Menn mótsins vour klárlega Bjarki sem kom hrikalega sterkur inn og massaði annað sætið og Gústaf sem samkvæmt áhorfendum var tæknilega "flottastur" ásamt atvinnumanninum.

Katrín var í sínu fyrsta fjallahjólamóti og kom nr 2 overall í mark í B flokki (tekið mið af fjölda hringja).

Síðast en ekki síst sigraði Gunni Svanbergs B flokkkarla á aldrinum 40-49

Geggjaður árangur! #áframTindur

 

 

 

Hér má sjá úrslit.

http://www.webscorer.com/race?raceid=42048

 

 

 

 

Við undirbúning mótsins kom sterklega í ljós hversu vel félagsmenn Tinds standa saman.  Við brautarmerkingar lögðu Haukur, Kári, Gústaf, Marteinn, Svanhildur og Lilja sig fram við að hafa brautina skýra og vel hveitimerkta.

 

 

Róbert Lee stóð sig eins og hetja á tímatökukerfinu.

Emil og Lilja mættu svo eldsnemma næsta morgun og tóku niður allar merkingar í brautinni.

Við þökkum Óttari ÍTR kærlega fyrir lánið á Siglunesi, frábært að komast í hússkjól eftir keppni.

Síðast en ekki síst þökkum við Kríu cycles fyrir dyggan stuðning, en keppnin er kostuð af þeim! 

Svanhildur Sigurdardottir
Síðast breytt þann 8. maí 2015 kl: 11:34 af Svanhildur Sigurdardottir