Skráðu þig

Kría Crossbollinn 4.umferð

24.03
2015
18:25

Kría Crossbollinn 4.umferð

Fjórða umferð Kríu Crossbollans fór fram í Laugardal í laugardaginn 21.mars þar sem aðstæður til keppni í Cyclocross voru í klassískum Norður-Evrópskum stíl.

Kría Crossbollinn 4.umferð

 

Í kvennaflokki sigraði María Ögn Guðmundsdóttir HFR, Björk Krisjánsdóttir Tindi varð önnur og Svanhildur Vigfúsdóttir Tindi þriðja. Í karlaflokki varð Sigurður Hansen Ægi í fyrsta sæti, Óskar Ómarsson Tindi annar og Benedikt Jónsson HFR þriðji. Þess má geta að keppendur í kvennaflokki að þessu sinni voru allar úr Tind nema María Ögn sem er þó fyrrum Tindari.

Veðrið lék við keppendur þótt undirlag brautarinnar hafi verið býsna blautt og reynst mörgum erfitt. Ljóst er að vor er í lofti enda eru hjólreiðamenn á Íslandi nú að búa sig af kappi undir komandi keppnistímabil.

22. apríl verður í fyrsta skipti Íslandsmeistaramót í cyclocross, meira um það síðar

Nánari úrslit má finna á hjolamot.is

Hér má sjá myndir Bjarna frá mótinu!

Svanhildur Sigurdardottir
Síðast breytt þann 24. mars 2015 kl: 18:43 af Svanhildur Sigurdardottir