Skráðu þig

Lokaumferð Crossbollans

28.03
2014
12:35

Lokaumferð Crossbollans

Mikil stemning er fyrir lokaumferð Crossbollans sem haldin verður á morgun laugardaginn 28.mars kl 11. Veglegir vinningar eru í boði fyrir sigurvegara mótaraðarinnar í karla- og kvennaflokki, Bootcamp mun gefa sigurvegurum gjafabréf með 4.vikna námskeiði að eigin vali og einnig mun Hreysti gefa vinninga í 1., 2. og 3.sæti í hvorum flokk.

Keppnin byrjar kl 11 en mæting er í Bootcamp húsið kl 10.30. Farið verður á ráslínu kl 10.50 og ræsing verður á slaginu kl 11. Að keppni lokinni býður Bootcamp okkur að hlýja okkur í andyrinu og þar mun Tindur bjóða upp á létta hressingu. Í kjölfarið verður svo verðlaunaafhending þar sem sigurvegarar Crossbollans verða tilkynntir.


Það er búist við góðu veðri og mikilli stemningu svo Tindur hlakkar til að sjá sem flesta!

Óskar Ómarsson
Síðast breytt þann 28. mars 2014 kl: 16:25 af Óskar Ómarsson