Skráðu þig

Næstu umferð Crossbollans frestað

7.01
2014
20:19

Næstu umferð Crossbollans frestað

Ákveðið hefur verið að fresta 4.umferð Crossbollans sem átti að fara fram þann 11. janúar. Einnig verður 6.umferð Crossbollans sem átti að fara fram þann 12. apríl færð til.

4.umferð er færð þar sem brautin í mosó, sem og aðrar brautir, eru ekki nothæfar sem stendur vegna mikils magns ís sem nú er orðinn flug háll vegna hlýinda. Þær eru dæmdar ónothæfar með tilliti til öryggis keppenda fyrst og fremst en einnig er lítið gaman að keppa við þessar aðstæður og það er nú megin tilgangur þessara keppna að hafa gaman.

4.umferð fer fram 15. febrúar.

6.umferð er færð til þar sem 12. apríl er mjög nálægt sumar tímabilinu ásamt því að önnur keppni hefur verið sett á sömu dagsetningu. Einnig langar okkur að nýta tækifærið og prófa nýtt fyrirkomulag sem er að keyra keppnirnar með þriggja vikna millibili.

6.umferð fer fram 29. mars

Þessi ákvörðun er ekki fyrsti kostur og þykir okkur miður ef þetta raskar plönum keppenda. Allir sem hafa skráð sig í keppnirnar sem færðar verða til halda sinni skráningu en geta óskað þess að verða afskráðir og fá þá keppnisgjald sitt, ef þeir hafa nú þegar greitt, endurgreitt að fullu.

Með vinsemd
Stjórn Tinds

Óskar Ómarsson
Síðast breytt þann 7. janúar 2014 kl: 20:21 af Óskar Ómarsson