Skráðu þig

Ný stjórn og niðurstöður aðalfundar

2.10
2013
13:45

Ný stjórn og niðurstöður aðalfundar

Aðalfundur Tinds 2013 var haldinn á KEX Hostel þann 30. September síðastliðinn. Ágætis mæting var hjá félagsmönnum sem gerði fundinn skemmtilegan og lærdómsríkan.

Stjórnin fór yfir gang síðasta árs ásamt fjárhagstöðufélagsins.

Lagabreytingar voru samþykktar einróma og má þær finna í lögum félagsins hér á heimasíðu þess.

Kosin var ný stjórn: Formaður: Óskar Ómarsson, Gjaldkeri: David Robertsson, Stjórnarmenn: Emil Þór Guðmundsson, Grétar Ólafsson og Þorgerður Pálsdóttir.

Kosið var í nýja Framkvæmdarnefnd: Formaður: Bragi Freyr Gunnarsson, Nefndarmenn: Georg Vilhjálmsson, Lárus Hermanns, Steini Sævar Sævarsson og Torfi Kristbergsson.

Ýmis atriði komu upp í umræðum yfir fundinn og eftir hann, helstu atriði sem klúbburinn þarf að leggja áherslu á eru eftir farandi:

  • Æfingarhópur, einhver ábyrgðarmaður mætir alltaf og unnið markvisst að því að mynda kjarna hóp sem mætir oftar.
  • Keppnishald, hækka gæðin á keppnum, betri merkingar og meira af starfsfólki.
  • Leggja vinnu í að stækka fjallabrunið, reyna að halda æfingar aftur, skoða að fjölga keppnum.
  • Skoða möguleika a að nýta Akstursbraut AÍH fyrir skemmtiviðburði svipað og var gert í ár, fleiri tegundir af track hjólreiðum og mögulega einhverskonar fjölskyldudag til að kynna hjólasportið.
Óskar Ómarsson
Síðast breytt þann 2. október 2013 kl: 14:33 af Óskar Ómarsson