Skráðu þig

Nýr vefur

23.01
2012
14:47

Nýr vefur

 

Jæja þá er ný og endurbætt útgáfa af vef Tinds komin í loftið.

Vefurinn hefur fengið andlitslyftingu og er smíðaður í nýju kerfi, sem gerir uppfærslur og viðbætur einfaldari og fljótlegri.

En hvað þýðir þetta fyrir lesendur og framtíðarmeðlimi Tinds?

Keppnir og úrslit líta tiltölulega eins út og áður, og virka eins, en von er á einhverjum endurbætingum þar líka.

Bráðlega verður opnað fyrir meðlimaskráningar í þægilegu og einföldu kerfi.

Fyrir duglega hjólara hefur verið bætt við litlum glugga í hliðarsvæði forsíðunnar sem fylgist með hjólreiðum meðlima klúbbsins á Strava. Endilega kíkið á www.strava.com og skráið ykkur, og verið með í klúbbnum okkar þar!

Tindur hefur einnig skráð sig á Twitter, undir notendanafninu @Tindurhjol. Tengingu við Twitter og Facebook hefur verið bætt við vefinn, eins og sjá má nálægt merki okkar á forsíðunni.

Einnig erum við að vinna í æfingaplani fyrir meðlimi, og munum bráðlega koma af stað æfingahóp á föstum tímum, fylgist með!

Ingvar Ómarsson