Skráðu þig

Tindur tók fyrstu þrjú sætin í karlaflokki.

2.05
2015
23:52

Tindur tók fyrstu þrjú sætin í karlaflokki.

Fyrsta bikarmót sumarinsí fjallahjólreiðum fór fram við Rauðavatn á fimmtudaginn. Keppt var í 6,7 km braut þar sem karlaflokkur hjólaði 3 hringi og konur og unglingar hjóluðu 2 hringi

Félagsmenn Tinds voru í þremur efstu sætunum í karlaflokki en þar fór fremstur Ingvar Ómarsson í öðru sæti var Óskar Ómarsson og þriðji var Bjarki Bjarnason

Í kvennaflokki sigraði María Ögn Guðmundsdóttir HFR önnur var Björk Kristjánsdóttir úr Tind og þriðja Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir úr HFR

Gústaf Darrason úr Tind og Kristín Edda Guðmundsdóttir HFR sigruðu unglingaflokk.

Vel var mætt og góð stemming var í flottri keppni á vegum HFR.

Næstkomandi fimmtudag þann 7 maí fer fram Kría Cycles fjallahjólamót í Öskjuhlíð. Þar má búast við miklu fjöri í einni skemmtilegustu fjallahjólabraut landsins. Skráning er hafin á hjolamot.is

Lilja Birgisdóttir
Síðast breytt þann 2. maí 2015 kl: 23:54 af Lilja Birgisdóttir