Skráðu þig

Nýskrá

 1. Lög Tinds 
   
  Frá 18.október 2014
   
  1. grein
   
  Heiti
   
  Félagið heitir Tindur. Heimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík.
   
  2. grein
   
  Markmið
   
  Meginmarkmið Tinds er iðkun íþrótta, sér í lagi hjólreiðaíþrótta, að efla hjólreiðar sem
   
  keppnisíþrótt og stuðla að aukinni uppbyggingu í kringum félagsstarfsemi. Félagið skal leitast
   
  til að ná settum markmiðum með því að halda úti öflugum hjólreiðakeppnum og æfingastarfi.
   
  Sérstaka áherslu skal leggja á þáttöku ungmenna í keppnum og æfingum félagsins.
   
  3. grein
   
  Félagar
   
  Hver sá sem greiðir félagsgjald til félagsins er félagi í Tindi, auk þeirra sem stjórn Tinds
   
  samþykkir að skuli skrá sem félaga en er undanþeginn greiðslu félagsgjalds af sérstökum
   
  ástæðum. Félagar fara með eitt atkvæði á aðalfundi og öðrum fundum félagsins og eru
   
  jafnframt kjörgengnir til stjórnar og nefnda félagsins. Einstaklingar yngri en 16 ára hafa ekki
   
  atkvæðisrétt né kjörgengi.
   
  A. Félagsgjöld eru 8.900.­kr fyrir hvert ár hvert, innifalin eru aðildargjöld að HRÍ.
   
  B. Gildistími er frá 1. janúar til 31. desember.
   
  C. Eftir 1. ágúst er veittur 50% afsláttur til nýrra meðlima af gjaldi sama árs.
   
  D. Félagsgjöld skulu greidd eigi síður en 1. apríl ár hvert.
   
  4. grein
   
  Skipulag félagsins
   
  Aðalfundur félagsins hefur æðsta vald í málefnum félagsins. Stjórn félagsins er æðsti aðili í
   
  málefnum þess á milli aðalfunda og mótar starfssemina í aðalatriðum. Félagsfundi skal boða
   
  svo oft sem stjórn ákveður og ef skrifleg ósk kemur fram frá eigi færri en 10 félagsmönnum
   
  og tilgreini þeir fundarefni hans. Halda skal félagsfund eigi síðar en fjórum vikum eftir að
   
  krafan um hann barst stjórninni og skal boða félagsfundinn með viku fyrirvara.
   
  5. grein
   
  Stjórn Tinds
   
  Stjórn Tinds skipar fimm einstaklingum. Í stjórn situr formaður, gjaldkeri, fjölmiðlafulltrúi,
   
  keppnisfulltrúi og æfingafulltrúi sem slíka kosningu hafa hlotið á aðalfundi. Þó allir
   
  stjórnarmeðlimir hafi ákveðin hlutverk skulu þeir jafnframt vera virkir í starfi félagsins og beita
   
  sér fyrir framþróun hjólreiðaíþróttarinnar hérlendis, sjái stjórnarmaður sér ekki stætt að sinna
   
  hlutverki sínu á kjörtímabili sínu skal hann segja af sér með skriflegu bréfi til stjórnar Tinds.
   
  Stjórn Tinds skal halda stjórnarfundi með reglulegu millibili á kjörtímabilinu, miðast skal við að
   
  stjórnarfundir séu mánaðarlegir.
   
  5.1 grein
   
  Formaður
   
  Formaður er helsti talsmaður félagsins og sér til þess að félagið sé virkt í sínu starfi og sinni
   
  hlutverki sínu. Jafnframt skal formaður beita sér í framþróun á hjólreiðaíþróttinni hérlendis.
   
  Formaður skal jafnframt boða til mánaðarlegra stjórnarfunda, en hefur heimild til að fresta eða
   
  fella niður stjórnarfund ef rík ástæða þykir til.
   
  5.2 grein
   
  Gjaldkeri
   
  Hefur prókúru á reikninga félagsins, sér um að félagsgjöld séu innheimt ásamt því að hafa
   
  yfirumsjón með því að keppnisgjöld séu greidd og samþykkir helstu útgjöld á vegum
   
  félagsins. Gjaldkeri er einnig ábyrgur fyrir reikningsskilum félagsins.
   
  5.3 grein
   
  Fjölmiðlafulltrúi
   
  Fjölmiðlafulltrúi sér til þess að félagið sé virkt í skrifum á bloggi félagsins (tindur.org) og
   
  félagsmiðlum, þá einna helst á Facebook síðu félagsins. Helst má nefna frásagnir frá
   
  keppnum sem félagið heldur og frásagnir af árángri félagsmanna í öðrum keppnum eða
   
  viðburðum.
   
  5.4 grein
   
  Keppnisfulltrúi
   
  Keppnisfulltrúi er jafnframt formaður Keppnisnefndar, er talsmaður hennar innan stjórnar
   
  Tinds og hefur yfirumsjón með því að nefndin sé virk í sínum störfum og sinni sínu hlutverki.
   
  5.5 grein
   
  Æfingafulltrúi
   
  Æfingafulltrúi er jafnframt formaður Æfinganefndar, er talsmaður hennar innan stjórnar Tinds
   
  og hefur yfirumsjón með því að nefndin sé virk í sínum störfum og sinni sínu hlutverki.
   
  6.grein
   
  Keppnisnefnd
   
  Nefndin skal skipuð að lágmarki fjórum einstaklingum. Hlutverk nefndarinnar er að skipuleggja
   
  öflugar keppnir á vegum Tinds, tryggja að skipaður sé keppnisstjóri fyrir hverja og eina keppni.
   
  Einnig skal nefndin leitast til þess að keppnir á vegum félagsins hafi uppbyggjandi áhrif á
   
  hjólreiðaíþróttina hérlendis bæði í þáttakandafjölda og getu keppnismanna.
   
  7.grein
   
  Æfinganefnd
   
  Nefndin skal skipuð að lágmarki fjórum einstaklingum. Hlutverk nefndarinnar er að viðhalda
   
  öflugu æfingastarfi á vegum Tinds, með sérstakri áherslu á unglinga og yngri hjólreiðamenn.
   
  8. grein
   
  Afsögn stjórnar
   
  Komi til þess að stjórn eða stakur stjórnarmeðlimur segir af sér störfum skal boða til
   
  félagsfundar og nýr/nýjir fulltrúi/fulltrúar kosnir til sama tíma og fráfarandi fulltrúar voru áður
   
  kosnir.
   
  9. grein
   
  Aðalfundur félagsins
   
  Aðalfundur félagsins skal haldinn eigi síðar en í október ár hvert. Til aðalfundar skal boðað
   
  með tveggja vikna fyrirvara og skal hann boðaður öllum félagsmönnum skriflega, á póstlista
   
  félagsins og á heimasíðu. Aðalfundur félagsins er löglegur sé löglega til hans boðað, án tillits
   
  til hversu margir mæta á fundinn.
   
  Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
   
  A. Kosinn fundarstjóri, fundarritari og kjörnefnd.
   
  B. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.
   
  C. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar.
   
  D. Stjórn leggur fram fjárhagsáætlun næsta árs.
   
  E. Lagabreytingar, ef tillögur liggja fyrir sbr. 14. grein
   
  F. Kosning í stjórn félagsins;
   
  a. kosinn formaður.
   
  b. kosinn gjaldkeri.
   
  c. kosinn fjölmiðlafulltrúi.
   
  d. kosinn keppnisfulltrúi.
   
  e. kosinn æfingafulltrúi.
   
  f. kosnir einstaklingar í nefndir.
   
  G. Skýrslur og tillögur fráfarandi nefnda
   
  H. Önnur mál.
   
  Á aðalfundi ræður meirihluti atkvæða úrslitum allra mála, sbr. þó 12. grein. Kosning skal vera
   
  skrifleg nema aðeins komi fram ein uppástunga til stjórnarstarfa, þá telst sá sem tilnefndur er,
   
  sjálfkjörinn.
   
  10. grein
   
  Kjörstjórn
   
  Kosið skal í kjörnefnd í byrjun hvers aðalfundar. Í kjörnefnd skulu þrír löggildir meðlimir Tinds
   
  sitja, þeir sem sitja í kjörnefnd hafa fyrirgert rétt sínum til framboðs í viðkomandi kosningum.
   
  11. grein
   
  Reikningsár og reikningsskil
   
  Reikningsár félagsins skal vera almanaksárið. Allir reikningar skulu vera komnir til
   
  endurskoðenda félagsins eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund.
   
  12. grein
   
  Félagaskrá
   
  Stjórnin skal halda félagaskrá og endurkoða hana á hverju starfsári.
   
  13. grein
   
  Félagsslit
   
  Félaginu verður ekki slitið nema á aðalfundi með samþykki að minnsta kosti 2/3 hluta
   
  fundarmanna og því aðeins að getið hafi verið um væntanlega atkvæðagreiðslu um framtíð
   
  félagsins í skriflegu fundarboði. Aðalfundur ráðstafar eigum félagsins til þess málefnis er
   
  ákveðið er á fundinum verði það lagt niður.
   
  14. grein
   
  Lagabreytingar
   
  Lögum þessum má ekki breyta nema á aðalfundi félagsins, og þarf til þess samþykki 2/3
   
  hluta atkvæðisbærra fundarmanna.Tillögur til lagabreytingar skulu tilkynntar með
   
  aðalfundarboði og skulu þær birtar á heimasíðu félagsins eigi síðar en viku fyrir aðalfund.
   
  15.grein
   
  Gildistaka
   
  Lög þessi öðlast þegar gildi. Jafnframt eru felld úr gildi eldri lög félagsins.
   
  samþykkt á aðalfundi félagsins dags. 18.október 2014

Velkomin á skráningarsíðu Tinds. Hjólreiðafélagið Tindur var stofnað í febrúar 2011. Meginmarkmið er að efla hjólreiðar sem keppnisíþrótt og stuðla að aukinni uppbyggingu félagsins. Félagið skal leitast til að ná settum markmiðum með því að halda úti öflugu æfingastarfi og hjólreiðakeppnum. Tindur er löglegt íþróttafélag undir ÍSÍ - allir eru velkomnir í félagið og eru æfingarnar opna öllum.o:p>

Æfingar eru eftirfarandi: Mánud. kl 18:30, Miðvikud. kl 20:00 og Sunnud. kl 10:00, alltaf frá N1 Fossvogi.

Á æfingum Tinds á hver og einn að geta fundið hraða og álag sem hentar hverju sinni, í Tind er lögð áhersla á góða liðsheild og almenna gleði.

Ef þetta er eitthvað fyrir þig, vertu með okkur og skráðu þig hér til hliðar :-)

 • Félagsgjöld eru 11.900 kr fyrir hvert ár hvert, innifalin eru aðildargjöld að HRÍ.
 • Fjölskyldugjald er 19.000 kr fyrir hvert ár hvert, innifalin eru aðildargjöld að HRÍ.
 • Börn félagsmanna sem eru yngir en 18 ára frá frítt í félagið.

Eftir að þú skráir þig færðu greiðsluseðil. Að greiðslu lokinni verður þú fullgildur meðlimur í Tind og færð aðgang að félagaspjalli Tinds á Facebook. Þar er að finna nánari upplýsingar um skipulag æfinga, fyrirhugaðar keppnir, æfingaferðir ásamt öðrum fróðleik um hjólreiðar.